#urtafamily
Þóra Þórisdóttir
Frumkvöðull - framkvæmdastjóri
Þóra, er mamman í fjölskyldunni. Hún er listamaður og listfræðingur BA og er endalaus uppspretta hugmynda. Henni er umhugað um fjölskylduna, heilsuna og umhverfið. Auk þess að vera frumkvöðullinn í að koma Urta Islandica af stað , þá er hún heilinn á bakvið UrtaSjór verkefnið.
Sigurður Magnússon
Verkefnastjóri
Siggi, pabbinn í fjölskyldunni, er iðnaðartæknifræðingur B.Sc. og kannski jarðbundnasti aðilinn í hópnum - "ef þetta hefur ekki verið skrifað niður þá er þetta ekki hugmynd", er nýjasti frasinn hans.
Guðbjörg Lára
Hönnun og markaðssetning
Lára er næst elst í systkynaflórunni (sú elsta starfar við kennslu). Lára hefur hannað og útfært stóran hluta af merkingum og umbúðum Urta Islandica. Hún mun sjá um útlitshönnun og markaðssetningu verkefnisins.
Kolbeinn Lárus
Tæknistjórn og smakkari
Kolli er nýútskrifaður flugvélaverkfræðingur B.Sc., það segir sig nokkuð sjálft að á hans herðum hvíla tæknimálin (og vandamálin).
Hann er líka með afar næma bragðlauka sem nýtast vel í þróunarferlinu.
Þangbrandur Húmi
Framleiðsla, þróun og yfirsmakkari
Þangi, hann er yngstur, hann ber hitann og þunga á því að hægt sé að framleiða nokkurn skapaðan hlut. Kemur sterkur inn í vöruþróunina og smakkar og smakkar !
p.s. þunga, er ekki innsláttarvilla