top of page

UrtaSjór

Um verkefnið

UrtaSjór er nýtt vöruþróunarverkefni hjá fjölskyldu- og sprotafyrirtækinu Urta Islandica ehf.  

 

Urta Islandica hefur frá árinu 2010 þróað, framleitt og selt nýstárlegar vörur unnar úr íslenskum jurtum, berjum, þara, salti og nú undanfarið höfum við bætt íslenskum jarðsjó í hráefna flóruna.

 

Nýja verkefnið snýst um að framleiða ferskt, bragðgott og steinefnaríkt sódavatn úr köldum jarðsjó, bæði hreinan og kolsýrðan.  Síðar munu koma á markað úr köldum jarðsjó drykkir með bragði af íslenskum villijurtum.  

Jarðsjóinn fáum við ískaldann og kristal tæran upp úr borholu sem nær 55 metra niður í hraunið í "garðinum okkar".  Við fjarlægjum saltið úr jarðsjónum, stillum af steinefnahlufallið sem á að verða eftir í drykknum, kolsýrum og pökkum í endurnýtanlegar glerflöskur upp á gamla mátann.

 

Eins dásamlegt og íslenska vatnið er, hreint og tært, að þá er steinefnainnihald þess rýrt.  Sjór hefur þá merkilegu eiginleika að steinefnahlutfall hans er í sömu hlutföllum og steinefnainnihaldið í blóði mannsins.  Sjór hefur þó verið talinn ill drekkanlegur og alls ekki svalandi þar sem salt innihald hans er afar hátt, þetta á þó ekki við um kaldan jarðsjó sé hann tekinn í litlum skömmtum.  Við leysum þetta með því að byrja á því að afsalta sjóinn, höldum þó að mestu öllum steinefnum og gerum jarðsjóinn okkar að ferskum og svalandi steinefnaríkum drykk. 
Við stillum af hversu mikið verður eftir af steinefnum í drykknum og bjóðum upp á tvær útfærslur:  svalandi  drykkur,  ríkur í steinefnum og vægt saltmagn og sterkari drykkur mun ríkari í salti og steinefnum.  Að auki getum pakkað hreinum köldum jarðsjó.

Drykkirnir verða bæði fáanlegir kolsýrðir og án kolsýru.

 

Við stefnum á að sjóvatnið okkar verði komið í sölu síðsumars.

 

Gott fyrir líkamann, gott fyrir umhverfið.

 

Sjórinn er uppspretta alls lífs. 

Steinefnin í sjónum eru í sömu hlutföllum og í blóði okkar.  

Mannslíkaminn þarfnast vökvunar, ekki síður en jurtirnar.

Verkefnið var valið í nýsköpunar og viðskiptahraðalinn Til sjávar og sveita.  

 

Til sjávar og sveita er 9 vikna viðskiptahraðall þar sem leitað er eftir nýjum lausnum sem auka sjálfbæra verðmætasköpun í landbúnaði og sjávarútvegi.

Staða verkefnis

Staða verkefnisins

Þátttaka í viðskipta og nýsköpunarhraðlinum "Til sjávar og sveita", ávallt mæta að lágmarki tveir úr teyminu á fyrirlestra og fundi hraðalsins.  Eðlilega, þar sem við erum fjölskylda, eru fundir teymisins tíðir.

Uppsetning og aðlögun átöppunarlínu verður lokið í maí mánuði, aðrar tæknilausnir í byrjun júní.

Val á umbúðum er í vinnslu , hugmynd liggur fyrir.

Hönnun útlits merkinga er í vinnslu ásamt nafnavali.

Ákvörðun um styrkleika átappaðs jarðsjós er á lokaákvörðunarstigi.

bottom of page