top of page

Urtasjór og umhverfið

Urta Islandica ehf. er umhugað um umhverfið, í umhverfsistefnu fyrirtækisins kemur fram að nota skuli umhverfisvænar umbúðir eins og mögulegt er og grípa til mótvægis aðgerða náist það ekki.

Drykkjunum okkar verður því eingöngu pakkað í glerflöskur með áskrúfuðum áltappa.  Gler er endurnýtanlegt hráefni ásamt áltappanum.  Með því að hafa tappann áskrúfaðann aukum við möguleika kaupandans á því að nota flöskuna áfram undir aðra drykki. 

Ytri umbúðir verða endurvinnanlegur pappír, en einnig er verið að skoða aðra spennandi möguleika í ytri umbúðum sem alltaf eru að líta dagsins ljós.

Framtíðardraumur okkar er að hægt verði að skila til okkar flöskum, eða í endurvinnslustöðvar og flöskurnar verði þvegnar og endurnýttar.

bottom of page